Um okkur
TandraOrka er staðsett í Fjarðarbyggð. Starfsemi félagsins byggir á að reka eða selja kyndistöðvar sem framleiða heitt vatn. Katlarnir sem framleiða vatnið eru knúnir með viðarperlum (wood pellets) sem framleiddir eru af systurfyritækinu Tandrabretti ehf.
Fyrirtækið býður jafnt uppá heildarlausnir þar sem notandinn kaupir einungis heitt vatn og búnaðurinn er þá í eigu TandraOrku ellegar að viðskiptavinurinn kaupir búnaðinn og TandraOrka selur viðarperlur til notkunar í katlinum og framleiðslu á heitu vatni.
Viðarperlukynding hentar jafnt fyrir stórar kyndistöðvar, stórar einstakar byggingar en einnig fyrir íbúðarhús af algengri stærð.
Framleiðsla á viðarperlum á Eskifirði hófst smátt fyrir nokkrum árum og hefur framleiðslan verið í stöðugri þróun og aukningu. Hráefni er afgangsviður frá iðnaði á svæðinu auk grisjunarviðar af Héraði.