Viðarperlur
Viðarperlur eru nátturleg vara sem er framleidd með því að mala og þurrka timbur sem síðan er hitað og pressað í köggla/perlur í sérstökum vélum. Við það að hitna leysist úr læðingi nátturlegt efni sem er í öllum trjávið og nefnist lignum. Þannig er hægt að pressa fínmalað timbrið í perlur undir mikklum þrýstingi sem síðan harðna um leið og þær eru kældar niður.
Efniviður í viðarperlur framleiddar hjá Tandrabrettum á Eskifirði er bæði afgangsviður frá iðnaði á Austur og Norðurlandi og einnig grisjunarviður úr ungskógum Austurlands.
Notkun á og framleiðsla viðarperlum til orkuframleiðslu hefur aukist mjög mikið á undanförnum árum. Bæði vegna þess að þær eru metnar kolefnishlutlausar og hækkandi kostnaðar við notkun á jarðefnaeldsneyti.
Aðferðir við framleiðslu á perlunum sjálfum hafa tekið framförum og einning hefur tækni katla sem notaðir eru við brensluna farið mikið fram.
Tölur fá árinu 2019 sýna framleiðslu og notkun í 28 aðildarlöndum Evrópusambandsins, 17,8 milljónum tonna og 22 milljónum tonna í Evrópu allri.